Engin ábyrgð á Ameríkubílum 1. apríl 2005 00:01 Hægt er að hagnast verulega á bifreiðainnflutningi frá Bandaríkjunum, en það er líka hægt að tapa. Þannig eru dæmi um að innfluttir bílar hafi komið bilaðir til landsins eða bilað skömmu eftir komuna og þá getur reynst erfitt fyrir fólk að fá leiðréttingu sinna mála frá seljanda. Engu skiptir þótt viðkomandi bíll sé í ábyrgð því sú ábyrgð gildir aðeins í Bandaríkjunum og eru íslensku umboðin ekki skyldug til að ganga inn í ábyrgðina. Talsverð áhætta fylgir því innflutningi sem þessum, en miðað við þá miklu aukningu sem orðið hefur setja menn það greinilega ekki fyrir sig þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Reikna má með að milli fimm- og sexhundruð bílar séu nú fluttir inn frá Bandaríkjunum í hverjum mánuði og hefur innflutningurinn margfaldast frá fyrri árum. Til dæmis jókst innflutningur á pallbílum til Íslands í janúar og febrúar á þessu ári um 400 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra. Aðallega eru þetta stórir pallbílar sem fluttir eru inn, bílar sem eru yfir fimm tonn að þyngd og bera því ekkert vörugjald. Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni er meginástæða þessarar miklu aukningar á innflutningi bíla frá Bandaríkjunum. Mesta breytingin er að bílainnflutningur einstaklinga hefur margfaldast en í mörgum tilfellum kaupa menn sér bíla gegnum netið og anna skipafélögin varla spurn eftir flutningum til landsins. Dæmi eru um að menn hafi hagnast dável á innflutningi með þessum hætti. Þannig ræddi Fréttablaðið við mann sem keypti tvo Cheerokee jeppa árgerð 2000 á uppboðsvefnum E-Bay í fyrra og flutti til landsins. Hann greiddi um ellefu þúsund dollara fyrir hvorn bíl fyrir sig eða nálægt 1,7 milljónum króna á þáverandi gengi. Miðað við gengi dagsins í dag væru þetta um 1,3 milljónir króna. Maðurinn seldi síðan annan bílinn á 2,4 milljónir króna og hagnaðist þannig um 700 þúsund krónur. Sá hagnaður væri kominn yfir eina milljón króna á gengi dagsins í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Hægt er að hagnast verulega á bifreiðainnflutningi frá Bandaríkjunum, en það er líka hægt að tapa. Þannig eru dæmi um að innfluttir bílar hafi komið bilaðir til landsins eða bilað skömmu eftir komuna og þá getur reynst erfitt fyrir fólk að fá leiðréttingu sinna mála frá seljanda. Engu skiptir þótt viðkomandi bíll sé í ábyrgð því sú ábyrgð gildir aðeins í Bandaríkjunum og eru íslensku umboðin ekki skyldug til að ganga inn í ábyrgðina. Talsverð áhætta fylgir því innflutningi sem þessum, en miðað við þá miklu aukningu sem orðið hefur setja menn það greinilega ekki fyrir sig þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Reikna má með að milli fimm- og sexhundruð bílar séu nú fluttir inn frá Bandaríkjunum í hverjum mánuði og hefur innflutningurinn margfaldast frá fyrri árum. Til dæmis jókst innflutningur á pallbílum til Íslands í janúar og febrúar á þessu ári um 400 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra. Aðallega eru þetta stórir pallbílar sem fluttir eru inn, bílar sem eru yfir fimm tonn að þyngd og bera því ekkert vörugjald. Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni er meginástæða þessarar miklu aukningar á innflutningi bíla frá Bandaríkjunum. Mesta breytingin er að bílainnflutningur einstaklinga hefur margfaldast en í mörgum tilfellum kaupa menn sér bíla gegnum netið og anna skipafélögin varla spurn eftir flutningum til landsins. Dæmi eru um að menn hafi hagnast dável á innflutningi með þessum hætti. Þannig ræddi Fréttablaðið við mann sem keypti tvo Cheerokee jeppa árgerð 2000 á uppboðsvefnum E-Bay í fyrra og flutti til landsins. Hann greiddi um ellefu þúsund dollara fyrir hvorn bíl fyrir sig eða nálægt 1,7 milljónum króna á þáverandi gengi. Miðað við gengi dagsins í dag væru þetta um 1,3 milljónir króna. Maðurinn seldi síðan annan bílinn á 2,4 milljónir króna og hagnaðist þannig um 700 þúsund krónur. Sá hagnaður væri kominn yfir eina milljón króna á gengi dagsins í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira