Innlent

Avion tekur við framsækniverðlaunum

Avion Group hlaut í gær viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group,tók við verðlaununum í Barcelona fyrir hönd fyrirtækisins.

Viðstaddir verðlaunaafhendingu í Barcelona voru meðal annarra Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á Europe's 500 en listinn er tekinn saman af Europe's Entrepreneurs for Growth sem hafa aðsetur í Brussel. Listinn hefur verið tekinn saman á hverju ári frá 1995.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að það hafi verið valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfylltu ströng skilyrði um mikinn og stöðugan vöxt undanfarin þrjú ár. Verðlaunin hvetja til frumkvæðis, nýjunga og stöðugrar og markvissrar sóknar á ný mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×