Erlent

Grunaður um kynferðisglæp

Gary Glitter náði vinsældum á 8. áratugnum en síðan hefur leiðin legið niður á við.
Gary Glitter náði vinsældum á 8. áratugnum en síðan hefur leiðin legið niður á við.

Breski glysrokkarinn Gary Glitter var handtekinn á flugvelli í Ho Chi Minh borg í Víetnam í gær vegna gruns um ósæmilegt athæfi með barni. Glitter ætlaði um borð í flugvél á leið til Bangkok á Taílandi þegar hann var handtekinn.

Glitter hefur verið búsettur í strandbænum Vung Tau síðan í mars en flúði heimili sitt fyrir viku þegar það komst í fréttir að hann hefði farið heim með tveimur ólögráða stúlkum. Lögreglan hefur leitað hans allar götur síðan.

Verði Glitter fundinn sekur um ósæmilegt athæfi með barni á hann yfir höfði sér eins til tveggja ára fangelsisvist. Frægðarsól Glitters, sem heitir réttu nafni Paul Francis Gadd, reis hæst á 8. áratugnum. Hann var dæmdur fyrir varðveislu á barnaklámi árið 1999 í Bretlandi og sat tvo mánuði í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×