Vill ríkisstjórn klassískra gilda 3. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira