Meirihlutinn tapar fylgi 26. júlí 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira