Allt á suðupunkti við Kárahnjúka 26. júlí 2005 00:01 Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað. Prestsetursjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa tjaldbúðir þar sem þær eru en sjóðurinn hefur yfirrráð með landinu á þeim slóðum. Mótmælendurnir fá frest til hádegis á morgun til að rýma búðirnar. Helgi Jensson hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði segir að þetta hafi verið gert að beiðni embættisins þar sem mótmælendur hafi farið langt yfir öll velsæmismörk. Þeir hafi fengið leyfið á þeim forsendum að mótmælin yrðu friðsöm. Helgi segir þá ekki geta tjaldað annars staðar á hálendinu án leyfis landeigenda. Þrír Bretar, tveir menn og ein kona, voru handtekinn á Kárahnjúkum í nótt og flutt í fangageymslur. Þau eru enn í haldi og standa yfirheyrslur yfir þeim nú. Þau tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun. Annar mannanna, sem er Skoti, var handtekinn í tengslum við mótmæli þegar G8 fundurinn var haldinn í Skotlandi en hann hefur líka gerst sekur um að brjótast inn á svæði hersins þar í landi. Útlendingastofnun kannaði að beiðini sýslumannsembættisins á Seyðisfirði hvort hægt væri að vísa fólkinu úr landi. Svo er ekki þar sem það er íbúar innan evrópska efnahagssvæðisins. Mótmælendur voru ekki sáttir við aðgerðir lögreglu í morgun. Einn þeirra, Martin, sagði lögreglumennina hafa verið mjög ógnandi, ólíkt þeim vingjarnlegheitum sem þeir hafi sýnt síðast. „Þeir sögðu bílstjórunum að setja bílana í gang og ógnuðu fólki,“ segir Martin. Seinni partinn í dag kom í ljós að vörubíll eins verktakans hefur verið skemmdur, líklega með grjótkasti. Bíllinn var innan girðingar en talið er að verknaðurinn hafi verið framinn í fyrrinótt. Þá fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu í einu tjaldinu í búðunum í dag með hjálp leitarhunds. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað. Prestsetursjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa tjaldbúðir þar sem þær eru en sjóðurinn hefur yfirrráð með landinu á þeim slóðum. Mótmælendurnir fá frest til hádegis á morgun til að rýma búðirnar. Helgi Jensson hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði segir að þetta hafi verið gert að beiðni embættisins þar sem mótmælendur hafi farið langt yfir öll velsæmismörk. Þeir hafi fengið leyfið á þeim forsendum að mótmælin yrðu friðsöm. Helgi segir þá ekki geta tjaldað annars staðar á hálendinu án leyfis landeigenda. Þrír Bretar, tveir menn og ein kona, voru handtekinn á Kárahnjúkum í nótt og flutt í fangageymslur. Þau eru enn í haldi og standa yfirheyrslur yfir þeim nú. Þau tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun. Annar mannanna, sem er Skoti, var handtekinn í tengslum við mótmæli þegar G8 fundurinn var haldinn í Skotlandi en hann hefur líka gerst sekur um að brjótast inn á svæði hersins þar í landi. Útlendingastofnun kannaði að beiðini sýslumannsembættisins á Seyðisfirði hvort hægt væri að vísa fólkinu úr landi. Svo er ekki þar sem það er íbúar innan evrópska efnahagssvæðisins. Mótmælendur voru ekki sáttir við aðgerðir lögreglu í morgun. Einn þeirra, Martin, sagði lögreglumennina hafa verið mjög ógnandi, ólíkt þeim vingjarnlegheitum sem þeir hafi sýnt síðast. „Þeir sögðu bílstjórunum að setja bílana í gang og ógnuðu fólki,“ segir Martin. Seinni partinn í dag kom í ljós að vörubíll eins verktakans hefur verið skemmdur, líklega með grjótkasti. Bíllinn var innan girðingar en talið er að verknaðurinn hafi verið framinn í fyrrinótt. Þá fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu í einu tjaldinu í búðunum í dag með hjálp leitarhunds.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira