Innlent

Ný flugstöð á Bakka

Ný flugstöð var í gær vígð við flugvöllinn á Bakka að viðstöddum samgönguráðherra og flugmálastjóra. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi fimm sinnum minni flugstöð sem byggð var árið 1997. Flugvöllurinn er aðalega nýttur undir áætlunarflug Flugfélags Vestmannaeyja milli lands og Eyja en auk þess nýta einkaflugmenn flugvöllinn. Á þessu ári er reiknað með því að yfir 30 þúsund farþegar fari um flugvöllinn. Eflaust munu margir njóta nýju flugstöðvarinnar um komandi verslunarmannahelgi enda fjölmargir á leið á Þjóðhátíð í Eyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×