Erlent

Einn árásarmanna var Egypti

Rannsóknarlögregla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðssprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferðamannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku sem kostaði hátt í nítíu manns lífið, flestir voru Egyptar. Kvað hann vera Egypti að nafni Youssef Badran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lögreglan smalaði í gær inn tugum manna til viðbótar til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn málsins. Badran stýrði vörubíl fylltum sprengiefni sem var sprengdur við innganginn að hóteli í Sharm-el-Sheik aðfaranótt laugardags. Borin voru kennsl á hann á grundvelli niðurstaðna DNA-prófs. Lögregla færði alls um sjötíu manns til yfirheyrslu í gær, þar á meðal ættingja Badrans, en þar með er heildarfjöldi þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsóknina kominn í um 140 manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×