Vargur lifir víða óáreittur 26. júlí 2005 00:01 "Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. "Samt virðist þeim fjölga á svæðinu." Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að eyða tófu- og minkagrenjum og lengi vel skiptist kostnaður jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga. Þótt sama upphæð hafi árum saman verið eyrnarmerkt veiðunum á fjárlögum hafi aukafjárveiting jafnan verið samþykkt fyrir því sem upp á vantaði, þar til fyrir þremur árum. Nú sé hlutfall ríkisins komið undir þrjátíu prósent. Þá benda margir sveitarstjórnarmenn á að þeir geti ekki metið virðisaukaskatt sem þeir greiði veiðimönnum til lækkunar. Því sé hlutur ríkisins í veiðunum ekki mikið hærri en það sem þeir borgi í skatt til ríkisins vegna veiðanna. Hjá Ísafjarðarbæ fengust þær upplýsingar að á tæplega 700 kílómetra strandlengju séu einu minkaveiðarnar fólgnar í því að 12-14 æðarvörp séu vöktuð. Bærinn greiðir ekki öðrum en ráðnum veiðimönnum fyrir veiðar og þær standi aðeins yfir þrjá mánuði á ári. Í Súðavíkurhreppi, með 250 kílómetra strandlengju í Ísafjarðardjúpi er minki eytt skipulega en ekki er gengið á tófugreni, heldur aðeins sinnt útköllum frá bændum. "Okkur er ekki vel við refinn en gerum þetta til að leggja áherslu á misvægið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri þar. "Við bindum miklar vonir við að ríkið komi meira að þessu og geri okkur kleift að sinna þessu með jafnmiklum sóma og áður fyrr." Ómar segir kostnað sveitarfélagsins við veiðar nema tíu þúsund krónum á hvern íbúa. "Það jafngildir því að Reykjavík setti rúman milljarð í að eyða meindýrum." Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
"Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. "Samt virðist þeim fjölga á svæðinu." Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að eyða tófu- og minkagrenjum og lengi vel skiptist kostnaður jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga. Þótt sama upphæð hafi árum saman verið eyrnarmerkt veiðunum á fjárlögum hafi aukafjárveiting jafnan verið samþykkt fyrir því sem upp á vantaði, þar til fyrir þremur árum. Nú sé hlutfall ríkisins komið undir þrjátíu prósent. Þá benda margir sveitarstjórnarmenn á að þeir geti ekki metið virðisaukaskatt sem þeir greiði veiðimönnum til lækkunar. Því sé hlutur ríkisins í veiðunum ekki mikið hærri en það sem þeir borgi í skatt til ríkisins vegna veiðanna. Hjá Ísafjarðarbæ fengust þær upplýsingar að á tæplega 700 kílómetra strandlengju séu einu minkaveiðarnar fólgnar í því að 12-14 æðarvörp séu vöktuð. Bærinn greiðir ekki öðrum en ráðnum veiðimönnum fyrir veiðar og þær standi aðeins yfir þrjá mánuði á ári. Í Súðavíkurhreppi, með 250 kílómetra strandlengju í Ísafjarðardjúpi er minki eytt skipulega en ekki er gengið á tófugreni, heldur aðeins sinnt útköllum frá bændum. "Okkur er ekki vel við refinn en gerum þetta til að leggja áherslu á misvægið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri þar. "Við bindum miklar vonir við að ríkið komi meira að þessu og geri okkur kleift að sinna þessu með jafnmiklum sóma og áður fyrr." Ómar segir kostnað sveitarfélagsins við veiðar nema tíu þúsund krónum á hvern íbúa. "Það jafngildir því að Reykjavík setti rúman milljarð í að eyða meindýrum."
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent