Erlent

Sharm el-Sheik: Ekki Pakistanar

Pakistanar voru ekki viðriðnir hryðjuverkin í Sharm el-Sheik. Þetta sögðu talsmenn egypskra yfirvalda í morgun og vísuðu þar með á bug fregnum um að hópur pakistanstra hryðjuverkamanna tengdist árásunum sem kostuðu nærri því níutíu manns lífið um helgina. Í gær bárust fregnir af því að leitað væri nokkura Pakistana og vaknaði grunur um tengsl við hryðjuverkin. Nú er sagt að mennirnir séu ólöglegir verkamenn í Egyptalandi og hafi líkast til flúið til Ísraels. Fimm hópar hafa lýst tilræðunum í Sharm el Sheik á hendur sér, hópar tengdir al-Qaida og hópar sem aldrei hefur heyrst frá áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×