Erlent

Mótmæla stefnu lögreglu

Hópur mótmælenda gekk um Lundúnaborg í gær og hrópaði að lögreglunni að sú stefna hennar, að skjóta til að drepa, væri röng. Stefna lögreglunnar varð Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes að bana en hann hljóp á brott þegar lögreglan kallaði á eftir honum að stoppa á Stockwell-lestarstöðinni í London á föstudag, tveimur vikum eftir sprengjuárásirnar í London sem urðu 56 manns að bana. Lögreglan skaut manninn átta skotum en landvistarleyfi de Menezes var útrunnið og er það talin ástæða þess að hann hljóp undan lögreglunni. Mótmælendur segja stefnu lögreglunnar grimma og að hún verði að finna aðrar leiðir til að tryggja öryggi fólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×