Sport

Stjarnan lagði ÍH

Einn leikur fór fram í riðli 1 í neðri deild í deildarbikarkepni karla í kvöld. Stjarnan úr Garðabæ tyllti sér á topp riðilsins  með sigri á nágrönnum sínum í ÍH úr Hafnarfirði, 2-1. Leikið var á nýja gervigrasvelli Stjörnunnar. Sigurður Brynjarsson og Ólafur Gunnarsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Gunnar Bjarnason fyrir ÍH. Stjarnan er efst með 6 stig, jafnmörg stig og Reynir Sandgerði og Fjölnir í 3. sæti með 3 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×