Erlent

Sendiráðum lokað í Nígeríu

Sendiráði Bandaríkjanna í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og skrifstofu bandaríska konsúlsins í Lagos, stærstu borg landsins, var lokað í morgun af öryggisástæðum. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni að hryðjuverkamenn hafi haft í hótunum sem sneru að veru Bandaríkjamanna í Nígeríu, án þess að það væri útlistað nánar. Bretar fylgdu í kjölfarið skömmu síðar og lokuðu sendiráði sínu í Lagos af „öryggisástæðum“.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×