Blásið til sóknar gegn garnaveiki 30. ágúst 2005 00:01 Dýralæknar ætla að herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Vonir þeirra standa til að hægt verði að leggja bólusetningu gegn veikinni af. Sigurður Sigurðarsson dýralæknir smitsjúkdóma kallar á samstöðu bænda og sveitarstjórna í málinu. "Í haust var áformað, ef skilyrði væru til, að hætta bólusetningu á Austurlandi frá Jökulsá í Öxarfirði og Melrakkasléttu að Héraðsflóa og Kárahnjúkum. Jafnvel einnig frá Reyðarfirði og Hallormsstað til Berufjarðar," segir hann. "En svör bænda á þessum svæðum við könnun okkar á síðastliðnu vori eru þó svo dræm, að óvíst er að hætt verði að bólusetja í haust. Sveitarstjórnir og bændur verða að bregðast rösklegar við, ef það á að verða." Að sögn Sigurðar er hætta á að veikin magnist upp þegar hætt er að bólusetja, sé hún enn til staðar, þótt engir eða fáir verði hennar varir meðan bólusett er. Þegar hætt er að bólusetja eykst hætta vegna smitefna sem flutt eru inn á slíkt svæði í hugsunarleysi og kæruleysi með heyi, skítugum gripaflutningabílum, landbúnaðartækjum og hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í. "Öllu slíku er hægt að afstýra, ef menn sofna ekki á verðinum," segir Sigurður. "Allir verða að finna til ábyrgðar. Það hefur tekist á tilteknum svæðum hingað til, en þar má heldur ekki sofna á verði, þótt vel hafi gengið. Ávinningur við að geta hætt bólusetningu er mikill bæði í kostnaði við hana sem ekki þarf þá lengur að greiða, minni skemmdum á afurðum og betri meðferð á skepnunum." Hann undirstrikar, að veikin hafi verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún hafi áður verið útbreidd og valdið tjóni. Ef fylgt sé tilteknum varúðarreglum megi ætla að unnt verði, án umtalsverðrar hættu, að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir annað þar til hún hefur verið upprætt. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Dýralæknar ætla að herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Vonir þeirra standa til að hægt verði að leggja bólusetningu gegn veikinni af. Sigurður Sigurðarsson dýralæknir smitsjúkdóma kallar á samstöðu bænda og sveitarstjórna í málinu. "Í haust var áformað, ef skilyrði væru til, að hætta bólusetningu á Austurlandi frá Jökulsá í Öxarfirði og Melrakkasléttu að Héraðsflóa og Kárahnjúkum. Jafnvel einnig frá Reyðarfirði og Hallormsstað til Berufjarðar," segir hann. "En svör bænda á þessum svæðum við könnun okkar á síðastliðnu vori eru þó svo dræm, að óvíst er að hætt verði að bólusetja í haust. Sveitarstjórnir og bændur verða að bregðast rösklegar við, ef það á að verða." Að sögn Sigurðar er hætta á að veikin magnist upp þegar hætt er að bólusetja, sé hún enn til staðar, þótt engir eða fáir verði hennar varir meðan bólusett er. Þegar hætt er að bólusetja eykst hætta vegna smitefna sem flutt eru inn á slíkt svæði í hugsunarleysi og kæruleysi með heyi, skítugum gripaflutningabílum, landbúnaðartækjum og hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í. "Öllu slíku er hægt að afstýra, ef menn sofna ekki á verðinum," segir Sigurður. "Allir verða að finna til ábyrgðar. Það hefur tekist á tilteknum svæðum hingað til, en þar má heldur ekki sofna á verði, þótt vel hafi gengið. Ávinningur við að geta hætt bólusetningu er mikill bæði í kostnaði við hana sem ekki þarf þá lengur að greiða, minni skemmdum á afurðum og betri meðferð á skepnunum." Hann undirstrikar, að veikin hafi verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún hafi áður verið útbreidd og valdið tjóni. Ef fylgt sé tilteknum varúðarreglum megi ætla að unnt verði, án umtalsverðrar hættu, að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir annað þar til hún hefur verið upprætt.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira