Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara.