Innlent

Hálka víða um land

Frá Fagradal
Frá Fagradal Mynd/Ásgrímur Ásgrímsson

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land enáSuður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum leiðum, aðallega í uppsveitum og á heiðum. Á Vestfjörðum er flughált á Dynjandisheiði, á Eirarfjalli og á Ströndum úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur en hálka og hálkublettir víðar. Á Norðurlandi er flughált á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði en hálka og hálkublettir eru nokkuð víða á Norður og Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×