Ratsjárstofnun brýtur á sínu fólki 18. september 2005 00:01 Ófaglærðu starfsfólki Ratsjárstofnunar hefur verið meinað að skrá sig í verkalýðsfélög, að sögn bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Starfsmenn stofnunarinnar eru uggandi um hag sinn eftir fjöldauppsagnir sem áttu sér stað um síðustu áramót, en allajafna sækir fólk upplýsingar um rétt sinn og annan stuðning til verkalýðsfélaga við slíkar aðstæður. Starfsmaður stofnunarinnar sem ekki vill láta nafns síns getið segir ljóst að sækist fólk eftir verkalýðsfélagsaðild þá líði ekki langur tími þar til það sé látið fara frá stofnuninni. Fólki sé tjáð við ráðningu að ekki sé æskilegt að það sækist eftir því að vera í verkalýðsfélagi, en þessar kröfur hafi aldrei verið rökstuddar frekar. Starfsmaðurinn sagði marga uggandi um sinn hag, enda nýafstaðnar miklar uppsagnir. Júlíus Freyr Valgeirsson, fyrrum starfsmaður stofnunarinnar, segir að honum hafi verið bent á að ekki væri talið æskilegt að hann væri í stéttarfélagi þegar hann hóf störf árið 1998. "Maður var ungur og svo sem ekkert að pæla mikið í þessu. Svo var ég líka í annarri vinnu með og borgaði í stéttarfélag þar," segir hann, en lét að öðru leyti vel af vistinni hjá Ratsjárstofnun. "Ég var þarna í um fimm ár og hef svo sem ekki undan neinu að kvarta, hvorki launum né vinnuaðstöðu." Þáverandi stöðvarstjóri á Höfn í Hornafirði sagði honum að stéttarfélagsaðild væri óæskileg. "Ég vissi að einhver umræða um þetta var meðal starfsfólksins, en ekki kom til neinna aðgerða samt." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir lögbrot að meina fólki að vera í verkalýðsfélagi. "Þeir hafa beitt starfsmenn sína, aðra en tæknimenn, þessu ofbeldi í allnokkur ár. Yfirleitt er þetta fólk sem býr úti á landi og hefur ekki annan valkost en að taka starfinu," segir hann. Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Ratsjárstofnunar, sagðist ekki hafa heyrt af mögulegum aðgerðum verkalýðsfélaga vegna þess að stofnunin reyndi að stýra hluta starfsmanna frá verkalýðsfélagsaðild. Hann vísaði því jafnframt á bug að Ratsjárstofnun færi fram á slíkt við starfsfólk. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ófaglærðu starfsfólki Ratsjárstofnunar hefur verið meinað að skrá sig í verkalýðsfélög, að sögn bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Starfsmenn stofnunarinnar eru uggandi um hag sinn eftir fjöldauppsagnir sem áttu sér stað um síðustu áramót, en allajafna sækir fólk upplýsingar um rétt sinn og annan stuðning til verkalýðsfélaga við slíkar aðstæður. Starfsmaður stofnunarinnar sem ekki vill láta nafns síns getið segir ljóst að sækist fólk eftir verkalýðsfélagsaðild þá líði ekki langur tími þar til það sé látið fara frá stofnuninni. Fólki sé tjáð við ráðningu að ekki sé æskilegt að það sækist eftir því að vera í verkalýðsfélagi, en þessar kröfur hafi aldrei verið rökstuddar frekar. Starfsmaðurinn sagði marga uggandi um sinn hag, enda nýafstaðnar miklar uppsagnir. Júlíus Freyr Valgeirsson, fyrrum starfsmaður stofnunarinnar, segir að honum hafi verið bent á að ekki væri talið æskilegt að hann væri í stéttarfélagi þegar hann hóf störf árið 1998. "Maður var ungur og svo sem ekkert að pæla mikið í þessu. Svo var ég líka í annarri vinnu með og borgaði í stéttarfélag þar," segir hann, en lét að öðru leyti vel af vistinni hjá Ratsjárstofnun. "Ég var þarna í um fimm ár og hef svo sem ekki undan neinu að kvarta, hvorki launum né vinnuaðstöðu." Þáverandi stöðvarstjóri á Höfn í Hornafirði sagði honum að stéttarfélagsaðild væri óæskileg. "Ég vissi að einhver umræða um þetta var meðal starfsfólksins, en ekki kom til neinna aðgerða samt." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir lögbrot að meina fólki að vera í verkalýðsfélagi. "Þeir hafa beitt starfsmenn sína, aðra en tæknimenn, þessu ofbeldi í allnokkur ár. Yfirleitt er þetta fólk sem býr úti á landi og hefur ekki annan valkost en að taka starfinu," segir hann. Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Ratsjárstofnunar, sagðist ekki hafa heyrt af mögulegum aðgerðum verkalýðsfélaga vegna þess að stofnunin reyndi að stýra hluta starfsmanna frá verkalýðsfélagsaðild. Hann vísaði því jafnframt á bug að Ratsjárstofnun færi fram á slíkt við starfsfólk.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira