Innlent

Mikil mannekla á leikskólum

Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum. Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi segist sjá fram á að vanta starfsfólk strax um næstu mánaðamót. Hún segir foreldra ekki ánægða með stöðuna en segir óánægjuna ekki einungis liggja hjá þeim heldur einnig starfsfólki leikskólanna. Starfið sé vissulega lágt launað og í baráttunni um starfsfólk í dag hafi það mikið að segja. Lilja segir að sig vanti um það bil 6-7 starfsmenn í fullt starf og hún segir það vera hátt í einn þriðji af stöðugildunum og að þetta geti hugsanlega þýtt að senda þurfi börn heim eða fækka börnum ákveðna daga. Hún sagðist ekki vera viss um hvernig vistun barnann verði útfærð. Hún sagði að árið 2000 hefði svipuð staða komið upp og þá hefðu börnin þurft að vera heima í ákveðna daga. Hún sagði að ástæða manneklunnar væri fyrst og fremst lág laun. Hún sagði að heildarlaun fyrir fulla vinnu væru 115 þúsund krónur fyrir leiðbeinendur. Hún benti líka á að þenslan á vinnumarkaðnum hefði sitt að segja. Hún sagði að hvorki starfsfólk né foreldrar væru ánægð með stöðuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×