Innlent

Verðbólga fer undir þolmörk

Verðbólgumarkmið Seðlabanka er 2,5 prósenta verðbólga en þolmörkin eru eitt og fjögur prósent.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka er 2,5 prósenta verðbólga en þolmörkin eru eitt og fjögur prósent. MYND/Róbert

Verðbólga fer niður fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans í næsta mánuði ef verðbólguspá Greiningardeildar KB-banka gengur eftir.

Greiningardeildin spáir því að neysluverðsvísitala haldist óbreytt milli mánuða og því fari verðbólga á ársgrundvelli niður í 3,8 prósent, en efri þolmörk verðbólgunnar eru fjögur prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×