Innlent

Unglingspiltur keypti gas til að sniffa

Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku ábendingu um unglingspilt sem keypti gas í verslun á Selfossi í þeim tilgangi að sniffa gasið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er vitað hver pilturinn er og hafa foreldrar hans verið látnir vita. Ekki er mikið um að mál sem þessi komi upp en lögreglan varar þó eindregið við að því að fólk sé að sniffa gas. Slíkt getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér en dæmi eru um að fólk hafi hlotið varanlegan heilaskaða eftir að hafa sniffað gas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×