Innlent

Byggðastofnun fjársvelt

MYND/Fréttablaðið

Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt.

Á heimasíðu stofnunarinnar er hlutafé hennar í 93 félögum á landsbyggðinni auglýst til sölu, auk 20 fasteigna, sem margar hverjar eru illseljanlegar. Að sögn fjármálasérfræðinga er líka hæpið að áhugi sé á hlutafénu í lang flestum fyrirtækjanna. Stofnunin á frá nokkrum prósentum upp í 77 prósent í hinum ýmsu fyrirtækjum um allt land, en algeng eign er á bilinu 20 til 35 prósent.

Athafnamenn á landsbyggðinni eru uggandi og segja stóru banakna helst ekki vilja lána til til framkvæmda nema á höfuðborgarsvæðinu og benda í því sambandi á að nýverið hafnaði Landsbankinn lánsumsókn til uppbyggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og telja margir staðsetninguna ástæðu þess. Að sögn Aðalsteins Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Byggðastofnunar liggja nú um það bil 20 óafgreiddar umsóknir fyrir, bæði um styrki, lán og hlutafjárkaup. Þá hefur komið farm að stóru banakrnir lána yfirelitt mun lægra hlutfall til kaupa íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni en í Reykjavík. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að far yfir málefni Byggðastofnunar og á hún að skila niðurstöðum um áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×