Innlent

Geir H. Haarde og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á fundi í dag

Mynd/Atli Már
G eir H. Haarde utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu meinta ólöglega fangaflutninga á vegum bandarískra stjórnvalda um íslenska lofthelgi á fundi í dag. Burns sagði yfirlýsinga vera að vænta frá Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varðandi fangaflutningana. Geir telur að Condoleezza Rice muni svara spurningum íslenskra stjórnvalda.

Fundur Burns og utanríkisráðherra var haldinn í tengslum við ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Ljubliana í Slóveníu í dag. Fundurinn var haldinn að ósk Bandaríkjanmanna til að ræða stöðuna í varnarviðræðum landanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×