Erlent

Komu í veg fyrir árás á dómhús Saddams

MYND/Reuters

Minnstu munaði að írakskir uppreisnarmenn hefðu skotið úr sprengjuvörpum á dómhúsið þar sem réttað var yfir Saddam Hussein í síðustu viku. Írökskum öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir árásina á síðustu stundu. Hópur súnníta var búinn að skipuleggja í þaula viðamikla árás á dómhúsið en leyniþjónustan í Írak komst að áætlunininni áður en réttarhöldin hófust. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins. Réttarhöldin hefjast á ný í dag, en þeim var frestað um viku til þess að einn hinna akærðu gæti fundið sér lögfræðing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×