Innlent

Íslenskur vefur vekur athygli

Leitað að lægsta fargjaldinu. Vef Dohop er að finna á slóðinni www.dohop.is.
Leitað að lægsta fargjaldinu. Vef Dohop er að finna á slóðinni www.dohop.is.

Á fréttavef CNN er að finna umfjöllun um íslenska fyrirtækið Dohop, sem rekur leitar­vél yfir lággjaldaflugfélög á net­inu. Á vef Dohop er hægt að leita að ferðum hjá fjölda flugfélaga í einu, en stofnandi fyrirtækisins, Frosti Sigurjónsson, hóf að þróa leit­ar­vélina þegar hann komst að því að fara þyrfti inn á vef hvers flugfélags í leit að far­gjöld­um.

"Og áður en maður veit af eru liðnir klukkutímar við skjáinn og kannski engin lausn fundin," seg­ir Frosti á vef Dohop.

Í umfjöllun CNN kemur fram að lág­gjalda­flug­félög starfi síður með stærri endur­selj­end­um flug­ferða og því séu áætlanir þeirra síður að finna í stærri far­miða­vefjum. Á vef Dohop eru nú upplýsingar frá 80 lág­gjalda­flug­félögum í Evr­ópu, auk upplýsinga um hótel og bíla­leigu­bíla. Notkun er ókeypis en fyrirtækið hefur tekj­ur af aug­lýs­ingasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×