Sport

Samstarf Breiðabliks og Augnabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnufélagið Augnablik hafa skrifað undir samning um samstarf félaganna á knattspyrnusviðinu. Helstu atriði samningsins eru að Breiðablik mun lána Augnablik leikmenn sem af ýmsum ástæðum ekki komast að hjá Blikaliðinu. Breiðablik mun einnig aðstoða Augnablik varðandi vallarmál og æfingaaðstöðu í samvinnu við rekstrarnefnd Fífunnar og vallaryfirvöld í Kópavogi. Augnablik var stofnað af ungum Blikum fyrir tæpum 25 árum í nánu samstarfi við knattspyrnudeild Breiðabliks. Félagið hafði legið í dvala í nokkur ár þegar nokkrir ungir og vaskir menn ákváðu að reisa það úr öskustónni sl. haust og spila undir merkjum félagsins í 3. deildinni á komandi sumri. Þess má geta að 2. flokkur Breiðabliks og Augnablik áttust við í æfingaleik í Fífunni um nýliðna helgi. Einkenndist leikurinn fyrst og fremst af sterkum varnarleik beggja liða, enda var niðurstaðan markalaust jafntefli. Með smá heppni hefðu Breiðabliksstrákarnir þó átt að tryggja sér sigur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×