Erlent

Víst hafa Bandaríkjamenn áhyggjur

Meirihluti Bandaríkjamanna virðist hafa áhyggjur af utanríkisstefnunni og vaxandi hatri í múslimaríkjum gagnvart Bandaríkjamönnum. Þá segja 63 prósent þeirra að stjórnvöld hafi verið of fljót á sér að efna til innrásar í Írak. Þetta kemur fram í könnun samtakanna Public Agenda sem starfa með tímaritinu Foreign Affairs. Ein af niðurstöðum könnunarinnar er að það virðist ekki vera rétt að Bandaríkjamenn viti ekki og sé sama um það hvað umheiminum finnist um Bandaríkin. Þvert á móti virðist þeir meðvitaðir um það og hafi áhyggjur af þróuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×