Erlent

Ríta: Margir misstu allt sitt

Sorgleg sjón blasir við fjölda íbúa í Texas og Louisiana sem hafa snúið til síns heima eftir að hafa flúið fellibylinn Rítu. Margir hafa misst allt sitt og eru vonlausir um framtíðina. Fjöldamargir smábæir og strandhéruð í Texas og Louisiana urðu illa úti þegar Ríta gekk yfir síðastliðinn laugardag en um þrjár milljónir manna flúðu heimili sín. Tjón er víða mikið og er erfitt fyrir marga að snúa til síns heima, þar sem þeir hafa misst allt sitt og hafa ekki að neinu að hverfa. Ástandið er einna verst í bænum Beaumont í Texas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×