Innlent

Sótti ekki um atvinnuleyfi

Framkvæmdastjóri nektardansstaðar í Reykjavík hefur verið dæmdur til að borga 180.000 krónur í sekt fyrir að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga. Mál var höfðað á hendur honum vegna þriggja 24 ára gamalla tékkneskra nektardansmeyja sem komu til landsins í byrjun apríl og ætluðu að starfa hér fram í maí.

Framkvæmdastjórinn sagðist hafa staðið í þeirri trú að konurnar mættu starfa hér í þrjá mánuði án atvinnuleyfis, en hann tilkynnti um komu þeirra til Hagstofunnar. Dómurinn taldi manninn hafa brotið af sér af gáleysi, en honum hafi borið að afla atvinnuleyfis fyrir dansarana. Greiði maðurinn ekki sektina innan mánaðar bíður hans hálfsmánaðar fangelsi. Þá þarf hann að greiða sakarkostnað upp á 198.929 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×