Erlent

Saddam saknar Reagan

Saddam Hussein segist enn vera forseti Íraks og bauð bandarísku hermönnunum sem gæta hans að heimsækja sig í Írak þegar hann hefði náð völdum þar á ný. Hann saknar gömlu góðu daganna þegar Ronald Reagan seldi honum vopn á tímum Íransstríðsins, þvær sér oft um hendurnar og kann vel að meta Doritos-flögur, sem hann bleytir með vatni áður en hann neytir þeirra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein í júlíhefti tímaritsins GQ, sem unnin er upp úr viðtölum við fimm hermenn sem gættu hans í tíu mánuði. Samkvæmt frásögn þeirra er hann einnig málgefinn, segir skrýtlur, skrifar ljóð, hugar að garðinum sínum og keðjureykir. Verðirnir segja jafnframt að Saddam hafi ráðlagt þeim að finna sér eiginkonur sem væru ekki of gamlar og ekki of ungar, ekki of greindar og ekki of heimskar. Ekki skemmdi fyrir ef þær kynnu að elda og þrífa. Þá segir Saddam að Bill Clinton hafi verið "ok" en kveðst vera lítt hrifinn af þeim Bush-feðgum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×