Erlent

Sakfelldur fyrir að myrða þrjá

Félagi í bandarísku samtökunum Ku Klux Klan var í dag sakfelldur fyrir að hafa drepið þrjá mannréttindaforkólfa árið 1964. Edgar Ray Killen, sem nú er áttræður, er sagður hafa verið leiðtogi samtakanna og látið drepa þá Michael Schwerner, Andrew Goodman og James Chaney, en þeir höfðu aðstoðað blökkumenn í Mississippi-ríki við að komast á kjörskrá. Mennirnir þrír voru allir skotnir fyrir nákvæmlega 41 ári en líkin af þeim fundst sex vikum síðar eftir að alríkislögreglunni barst nafnlaust ábending um hvar þau væri. Morðin vöktu mikla reiði í Bandaríkjunum og urðu til þess að efla mannréttindasamtök í baráttu sinni, en sögunni voru gerð skil í kvikmyndinni Mississippi Burning sem frumsýnd var árið 1988.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×