Erlent

Lenti í þyrluslysi á afmælisdaginn

Sex manns, þar á meðal hundrað ára gamall maður, slösuðust þegar þyrla hrapaði nærri Sala norðvestur af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. Verið var að sækja öldunginn á hjúkrunarheimili í bænum Heby og hugðist hann fagna afmæli sínu fjölskyldu sinni á eyju í grenndinni. Þegar þyrlan hóf sig á loft slógust þyrluspaðarnir í rafmagnsstaur með þeim afleiðingum að þyrlan fór á hliðina. Við það kviknaði í henni en farþegunum sex, sem allir voru Svíar, tókst að komast út. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en meiðsl þeirra voru talin minni háttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×