Vill stjórnsýsluúttekt á sjóðnum 18. júlí 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir vill að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði í kjölfar frétta Stöðvar 2 um áttatíu milljarða króna lán til banka og sparisjóða, gegn veði í fasteignum, þar sem Íbúðalánasjóður tekur á sig alla ábyrgð ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Seðlabankinn óttast að lánshæfi ríkisins bíði skaða af og segir sjóðinn eitt helsta lausa trippið í verðbólgugirðingunni. Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins sagði í þættinum Íslandi í býtið í morgun að Seðlabankinn hefði ekki viljað taka við áttatíu milljörðum króna af Íbúðalánasjóði.Hann sagðist ennfremur halda að Íbúðalánasjóður hefði ekki brotið lög en hann hefði þó ekki fengið það staðfest. Hjálmar sagði að Seðlabankinn hafi ekki viljað taka við peningunum og að Íbúðalánasjóður verði að ávaxta sína peninga og hann á að hafa boðið Seðlabanka peningana til þess að slá á þensluna en Seðlabanikkinn ekki viljað og þess vegna hafi sjóðurinn sett þá í banka til þess að tryggja sér ávöxtun. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir þetta rangt og á misskilningi byggt. Íbúðalánasjóði hafi staðið til boða að leggja þetta fé inn á reikning í Seðlabankanum eins og endranær. Í Seðlabankanum bjóðist sjóðnum 9,10 prósenta vextir á ársgrundvelli, nær helmingi hærri vextir en voru fyrir ári síðan á innlánsreikningum, enda sé reynt að koma til móts við þá sem leggi inn fé til að sporna við þensluáhrifum. Nú sé hinsvegar svo komið að Íbúðalánasjóður sé eitt helsta lausa trippið í verðbólgugirðingunni. Jón segir jafnframt að Íbúðalánsjóður tyelji sig ekki hafa hlutverk í almennri hagstjórn, hann hafi því hlutverki að gegna að ná félagslegum og efnahagslegum markmiðum í samræmi við þá stefnu sem stjórnvöld hafa á íbúðamarkaðnum. Hann segir Seðlabankann reyna að benda á hvernig þetta tengist hinum almenna efnahagsástandi og verðbólguþróun. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki hafa skilning á því. Hann einbeiti sér að sínum markmiðum en hafi ekki tekið tekki tillit til þess að þeir séu opinber stofnun sem hafi áhrif á almennt efnahagsástand og lánshæfismat Íslands. Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman á fimmtudag til að ræða málið að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu. Hún sagði í samtali við fréttastofu að hún hyggðist einnig beita sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki málið upp og gerði stjórnsýsluúttekt á sjóðnum. Hún krefst þess að samningur milli Íbúðalánasjóðs og banka og sparisjóða sem Stöð 2 hefur birt að hluta til verði gerður opinber. En þar kemur meðal annars fram að féð er tryggt með veði í fasteignum sem bankarnir sjá um að ganga á ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Íbúðalánasjóður situr hins vegar uppi með tapið. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir vill að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði í kjölfar frétta Stöðvar 2 um áttatíu milljarða króna lán til banka og sparisjóða, gegn veði í fasteignum, þar sem Íbúðalánasjóður tekur á sig alla ábyrgð ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Seðlabankinn óttast að lánshæfi ríkisins bíði skaða af og segir sjóðinn eitt helsta lausa trippið í verðbólgugirðingunni. Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins sagði í þættinum Íslandi í býtið í morgun að Seðlabankinn hefði ekki viljað taka við áttatíu milljörðum króna af Íbúðalánasjóði.Hann sagðist ennfremur halda að Íbúðalánasjóður hefði ekki brotið lög en hann hefði þó ekki fengið það staðfest. Hjálmar sagði að Seðlabankinn hafi ekki viljað taka við peningunum og að Íbúðalánasjóður verði að ávaxta sína peninga og hann á að hafa boðið Seðlabanka peningana til þess að slá á þensluna en Seðlabanikkinn ekki viljað og þess vegna hafi sjóðurinn sett þá í banka til þess að tryggja sér ávöxtun. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir þetta rangt og á misskilningi byggt. Íbúðalánasjóði hafi staðið til boða að leggja þetta fé inn á reikning í Seðlabankanum eins og endranær. Í Seðlabankanum bjóðist sjóðnum 9,10 prósenta vextir á ársgrundvelli, nær helmingi hærri vextir en voru fyrir ári síðan á innlánsreikningum, enda sé reynt að koma til móts við þá sem leggi inn fé til að sporna við þensluáhrifum. Nú sé hinsvegar svo komið að Íbúðalánasjóður sé eitt helsta lausa trippið í verðbólgugirðingunni. Jón segir jafnframt að Íbúðalánsjóður tyelji sig ekki hafa hlutverk í almennri hagstjórn, hann hafi því hlutverki að gegna að ná félagslegum og efnahagslegum markmiðum í samræmi við þá stefnu sem stjórnvöld hafa á íbúðamarkaðnum. Hann segir Seðlabankann reyna að benda á hvernig þetta tengist hinum almenna efnahagsástandi og verðbólguþróun. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki hafa skilning á því. Hann einbeiti sér að sínum markmiðum en hafi ekki tekið tekki tillit til þess að þeir séu opinber stofnun sem hafi áhrif á almennt efnahagsástand og lánshæfismat Íslands. Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman á fimmtudag til að ræða málið að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu. Hún sagði í samtali við fréttastofu að hún hyggðist einnig beita sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki málið upp og gerði stjórnsýsluúttekt á sjóðnum. Hún krefst þess að samningur milli Íbúðalánasjóðs og banka og sparisjóða sem Stöð 2 hefur birt að hluta til verði gerður opinber. En þar kemur meðal annars fram að féð er tryggt með veði í fasteignum sem bankarnir sjá um að ganga á ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Íbúðalánasjóður situr hins vegar uppi með tapið.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira