Innlent

Flugvélar hafi millilent a.m.k. 67 sinnum á Íslandi

Vélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar hafa millilent í Keflavík og Reykjavík 67 sinnum síðan 2001. Íslensk stjórnvöld vissu ekkert um málið og þingmaður hefur krafist lögreglurannsóknar á því, hvort að fangar séu fluttir um íslenska lofthelgi og pyntaðir.

Það er ekkert gríðarlega flókið mál að afla sér upplýsinga um meint leyniflug CIA. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur í dag lesið saman uppplýsingar frá Flugmálastjórn Íslands um millilendingar véla hér á landi við upplýsingar um skráningarnúmer flugvéla, eigendasögu þeirra og núverandi eigendur. Afraksturinn er listi með 67 skiptum þar sem vélar á vegum skúffufyrirtækja CIA hafa millilent hér á landi.

Gavon Holding & Leasing heitir eitt fyrirtækið og er samkvæmt New York Times gervifyrirtæki sem CIA heldur úti. Path Corportation er annað nafn sem talið er víst að sé gervifyrirtæki. Aviation Specialties Inc., Stevens Express Leasing Inc., Alameda Corporation, allt eru þetta fyrirtæki sem eru á vegum CIA.

Listinn er langur en gervifyrirtæki leyniþjónustunnar eiga það sameiginlegt að vera með skrifstofur heldur eru þau skráð í pósthólfum eða á skrifstofum lögmanna. Alameda er reyndar skráð á miðri flugbraut í Texas. Stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna eru ekki til í raunveruleikanum.

Vélarnar sem þessi félög reka skipta oft um skráningarnúmer og flytjast á milli fyrirtækja. Í það minnsta ein vélin, MacDonald Douglas 82 sem hefur komið hingað til lands í það minnsta níu sinnum og er nú skráð í eigu Alameda Corporation, var áður skráð í eigu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Listinn sem Stöð 2 tók saman er engan veginn tæmandi en hann má nálgast hér fyrir neðan.

Þessar flugferðir fóru og fara enn fram með mikilli leynd og þrátt fyrir fyrirspurnir fjölmiðla um allan heim og stjórnvalda, meðal annars hér á landi, gefa Bandaríkjamenn engar upplýsingar, hvorki neita né játa.

Íslenskir ráðamenn segjast ekkert hafa vitað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að auðvitað viti stjórnvöld að verið sé að framselja afbrotamenn á milli landa með eðilegum og löglegum hætti en hann hafi ekki vitað til þess að það hafi verið sérstaklega á borði íslenskra stjórnvalda.

Hann segir það út í hött og ástæðu til að fordæma það ef menn flytji fanga á milli landa til þess að geta beitt einhverri annarri tækni og pyntingum til að ná upplýsingum. Það sé athæfi sem enginn geti varið og vonandi sé svo ekki. Halldór segir að ef eitthvað þessu líkt viðgangist sé það alveg ljóst af hálfu íslenskra stjórnvalda að þau vilji ekki eiga neinn þátt í því frekar en aðrar þjóðir í Evrópu.

Hvort mótbárur Íslendinga myndu breyta nokkru er vafamál. Danir hafa beðið Bandaríkjamenn að hætta flugi á vegum CIA um danska lofthelgi og Ungverjar vilja heldur ekki sjá vélarnar, en þær eru samt sem áður enn þá á ferð á þessum svæðum.

Hér heima vakna spurningar um hvað beri að aðhafast. Helgi Hjörvar alþingismaður sendi í dag dómsmálaráðherra bréf þar sem hann fór fram á opinbera lögreglurannsókn á ferðum vélanna um íslenska lofthelgi. Helgi segir að föngunum sé meinað um réttarstöðu stríðsfanga og að sterkur grunur leiki á því að þeir séu beittir pyntingum við yfirheyrslur. Refsa beri eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot sem framin séu innan íslenska ríkisins þó að um erlent loftfar sé að ræða. Dómsmálaráðherra verður þó að fyrirskipa rannsókn og málshöfðun.

Helgi vill að rannsakað verði hverjir hafi verið fluttir með þessum hætti, hvenær, hvaðan, hvert og hver afdrif þeirra hafi orðið á áfangastað. Þá verði að kanna hverjir séu ábyrgir fyrir flutningunum og þeir handteknir komi þeir til landsins á ný.

 

 

Listi yfir fangaflug um Ísland:

Kallmerki

Tegund

Eigandi

Brottfararstaður

Ákvörðunarstaður

Dagsetning

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Mumbai, Indlandi

Keflavík

25.08.2002

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

GOOSE BAY, KANADA

Keflavík

01.07.2001

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Prestwick EDINBURGH - TURNHOUSE

03.07.2001

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Teterboro KTEB

Keflavík

25.08.2002

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Mumbai VABB

25.08.2002

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Mumbai VABB

Keflavík

26.08.2002

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Tulsa Int. KTUL

26.08.2002

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Houston KIAH

Keflavík

29.11.2004

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Dubai

29.11.2004

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Dubai

Keflavík

30.11.2004

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Washington-Dulles KIAD

30.11.2004

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Delhi VIDP

Keflavík

19.03.2005

N1HC

Gulfstream 5

United States Aviation Co

Keflavík

Teterboro KTEB

19.03.2005

N168D

CN35

Devon Holding & Leasing Inc

Reykjavík

Búdapest

03.10.2005

N168D

CN35

Devon Holding & Leasing Inc

St. Johns

Keflavik

06.04.2005

N168D

CN35

Devon Holding & Leasing Inc

Keflavík

Prag/Ruzyne

07.04.2005

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

St. Johns ST. JOHNS

Keflavík

31.03.2002

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

Keflavík

Brest (Guipavas) LFRB

31.03.2002

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

Glasgow

Keflavík

20.05.2002

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

Keflavík

Gander GYQX

21.05.2002

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

Kaupmannahöfn

Keflavík

08.03.2005

N221SG

LearJet 35

Path Corporation

Keflavík

Stephanville STEPHENVILLE INTERNATIONAL AIRPORT, NEWFOUNDLAND, CANADA

09.03.2005

N35NK

LearJet 35

Aircraft Guaranty Corp. Trustee

Billund

Keflavík

11.12.2005

N35NK

LearJet 35

Aircraft Guaranty Corp. Trustee

Keflavík

Billund

28.01.2005

N5117H (ekki til lengur)

Gulfstream 2

  North Kingstown/Quonset State KOQU

Keflavík

02.10.2001

N5117H (ekki til lengur)

Gulfstream 2

  Keflavík

Álaborg

02.10.2001

N157A

Beach B200C

Aviation Specialties Inc

REYKJAVÍK

NARSSARSSUAQ

02.04.2004

N157A

Beach B200C

Aviation Specialties Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

12.05.04

N157A

Beach B200C

Aviation Specialties Inc

REYKJAVÍK

ST. JOHNS

28.08.05

N168D

CN-235-300

Devon Holding & Leasing Inc

REYKJAVÍK

ST. JOHNS

03.09.04

N168D

CN-235-300

Devon Holding & Leasing Inc

WICK, SCOTLAND,

REYKJAVÍK

03.09.04

N168D

CN-235-300

Devon Holding & Leasing Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

02.10.05

N168D

CN-235-300

Devon Holding & Leasing Inc

REYKJAVÍK

BUDAPEST

03.10.05

N175S

Beech B300

Stevens Express Leasing Inc

PRESTWICK

REYKJAVÍK

29.05.04

N175S

Beech B300

Stevens Express Leasing Inc

REYKJAVÍK

GOOSE BAY, KANADA

31.05.04

N187D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

REYKJAVÍK

STEPHENVILLE INTERNATIONAL AIRPORT, NEWFOUNDLAND, CANADA

22.06.04

N187D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

GOOSE BAY, KANADA

REYKJAVÍK

25.08.04

N187D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

REYKJAVÍK

FRANKFURT

26.08.04

N187D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

23.07.05

N196D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

EDINBURGH - TURNHOUSE

REYKJAVÍK

16.01.04

N196D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

REYKJAVÍK

GOOSE BAY, KANADA

19.01.04

N196D

CN-235

Devon Holding & Leasing Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

12.05.04

N219D

CN-253

Devon Holding & Leasing Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

04.05.05

N312ME

Beech B200C

Aviation Specialties Inc

GOOSE BAY, KANADA

REYKJAVÍK

22.04.03

N312ME

Beech B200C

Aviation Specialties Inc

REYKJAVÍK

FRANKFURT

23.04.03

N312ME

Beech B200C

Aviation Specialties Inc

ST. JOHNS

REYKJAVÍK

22.07.05

N312ME

Beech B200C

Aviation Specialties Inc

REYKJAVÍK

MÜNCHEN

23.07.05

N4009L

B300C

Stevens Express Leasing Inc

NARSSARSSUAQ

REYKJAVÍK

17.01.03

N4009L

B300C

Stevens Express Leasing Inc

REYKJAVÍK

PRESTWICK

18.01.03

N4009L

B300C

Stevens Express Leasing Inc

GLASGOW ABBOTSINCH

REYKJAVÍK

27.08.03

N4009L

B300C

Stevens Express Leasing Inc

REYKJAVÍK

NARSSARSSUAQ

28.08.03

N4009L

B300C

Stevens Express Leasing Inc

GOOSE BAY, KANADA

REYKJAVÍK

19.05.05

N403VP

Cessna 208B

Worldwide Aviation Service Llc

WICK, SCOTLAND,

REYKJAVÍK

18.12.03

N403VP

Cessna 208B

Worldwide Aviation Service Llc

REYKJAVÍK

NARSSARSSUAQ

19.12.03

N4456A

B200C

Aviation Specialties Inc

NARSSARSSUAQ

REYKJAVÍK

23.08.04

N505LL

Dehaviland DHC-8-315

Path Corp

REYKJAVÍK

ST. JOHNS

23.05.04

N5139A

B200C

Aviation Specialties Inc

SONDRE STRØMFJORD

REYKJAVÍK

09.09.03

N5139A

B200C

Aviation Specialties Inc

WICK, SCOTLAND,

REYKJAVÍK

10.09.03

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Frogisher Bay

Keflavík

07.12.2002

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Keflavík

Glasgow EGPF

08.12.2002

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Prestwick

Keflavík

26.08.2003

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Keflavík

Bangor

26.08.2003

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Goose Bay

Keflavík

12.03.2005

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Keflavík

Búkarest

12.03.2005

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Stafangur

Keflavík

01.06.2005

N822US

MD 82

Alameda Corp Trustee

Keflavík

Goose Bay

01.06.2005




Fleiri fréttir

Sjá meira


×