Innlent

Erfiðar ytri aðstæður

Níu mánaða hagnaður Marels var um 380 milljónir króna. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinnn 88,5 milljónum króna en félaginu hafði verið spáð um 120 milljónum króna í hagnað.

Aðstæður í rekstrinum hafa verið mjög erfiðar á þessu ári. Tekjur félagsins eru í erlendum myntum sem hafa veikst gagnvart krónunni á árinu en mestallur kostnaður í íslenskri krónu. Stjórnendur Marels segja að horfur til skemmri tíma vera erfiðar og telja erfitt að verja framlegðarstig félagsins á næstunni sem lækkar nokkuð á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×