Hestamenn grunaðir um óvarkárni 16. september 2005 00:01 Sauðfjárbændur eru sumir hverjir uggandi yfir ferðalögum hestamanna um landið vegna mögulegrar smithættu sauðfjárriðu ef ekki er varlega farið. Sérfræðingur embættis yfirdýralæknis segir mestu hættuna þó fólgna í verslun bænda með fullorðið sauðfé. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir sauðfjárriðu vissulega vandamál og mikið áfall fyrir bændur þar sem hún kemur upp. "Því hefur verið kastað fram að ein ástæða þess að riða komi upp sé heyflutningar hestamanna, en ég hef engin gögn um það. Þetta er hins vegar eitt af því sem menn hafa verið að velta fyrir sér," segir hann og bætir við að einnig vilji brenna við að hestamenn noti réttir til að geyma hesta á ferðalögum sínum á sumrin. "Og þar inn jafnvel hent heyrúllum sem geta verið af sýktum svæðum. Einnig hafa verið brögð að því að menn loki ekki hliðum á milli sauðfjárveikivarnahólfa eða jafnvel að klippt hafi verið á girðingar, sem er náttúrlega stórkostlegur skandall." Þar mun þó ekki hestamönnum einum um að kenna, heldur hefur einnig verið bent á jeppamenn og veiðimenn. Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur yfirdýralæknisembættisins í riðusjúkdómum, segir aðallega horft til þess að verslun með lifandi fé sé hættuleg með tilliti til riðuvarna. "Sérstaklega á það við um fullorðið fé, því við flutninginn kemur óyndi í þær. Þær reyna að finna sinn gamla stað og úr því verður flakk, en þar með eykst samgangur fjár og um leið smithættan," segir hann, en bendir einnig á sem smitleiðir mikla heyflutninga milli svæða og svo flutninga á hrossum með tækjum sem notuð hafa verið undir fé. "Ef hrossin óhreinkast af umhverfi fjár eykst hættan því smitefni getur verið í því sem féð skilar af sér, bæði saur og slefu, en svo líka fósturvatni og hildum, en það á nú frekar við á sauðburði." Sigurður segist hvetja menn til varkárni og telur mikið glæfraverk að klippa á sauðfjárveikivarnagirðingu líkt og gerst hafi í fyrrasumar. "Svo hafa girðingar líka verið lagðar niður og fleira slíkt. Kannski höfum við ekki verið nógu dugleg að merkja þær, en upplýsingar liggja þó fyrir um staðsetningu þeirra og eins er legu þeirra lýst í reglugerð." Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sauðfjárbændur eru sumir hverjir uggandi yfir ferðalögum hestamanna um landið vegna mögulegrar smithættu sauðfjárriðu ef ekki er varlega farið. Sérfræðingur embættis yfirdýralæknis segir mestu hættuna þó fólgna í verslun bænda með fullorðið sauðfé. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir sauðfjárriðu vissulega vandamál og mikið áfall fyrir bændur þar sem hún kemur upp. "Því hefur verið kastað fram að ein ástæða þess að riða komi upp sé heyflutningar hestamanna, en ég hef engin gögn um það. Þetta er hins vegar eitt af því sem menn hafa verið að velta fyrir sér," segir hann og bætir við að einnig vilji brenna við að hestamenn noti réttir til að geyma hesta á ferðalögum sínum á sumrin. "Og þar inn jafnvel hent heyrúllum sem geta verið af sýktum svæðum. Einnig hafa verið brögð að því að menn loki ekki hliðum á milli sauðfjárveikivarnahólfa eða jafnvel að klippt hafi verið á girðingar, sem er náttúrlega stórkostlegur skandall." Þar mun þó ekki hestamönnum einum um að kenna, heldur hefur einnig verið bent á jeppamenn og veiðimenn. Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur yfirdýralæknisembættisins í riðusjúkdómum, segir aðallega horft til þess að verslun með lifandi fé sé hættuleg með tilliti til riðuvarna. "Sérstaklega á það við um fullorðið fé, því við flutninginn kemur óyndi í þær. Þær reyna að finna sinn gamla stað og úr því verður flakk, en þar með eykst samgangur fjár og um leið smithættan," segir hann, en bendir einnig á sem smitleiðir mikla heyflutninga milli svæða og svo flutninga á hrossum með tækjum sem notuð hafa verið undir fé. "Ef hrossin óhreinkast af umhverfi fjár eykst hættan því smitefni getur verið í því sem féð skilar af sér, bæði saur og slefu, en svo líka fósturvatni og hildum, en það á nú frekar við á sauðburði." Sigurður segist hvetja menn til varkárni og telur mikið glæfraverk að klippa á sauðfjárveikivarnagirðingu líkt og gerst hafi í fyrrasumar. "Svo hafa girðingar líka verið lagðar niður og fleira slíkt. Kannski höfum við ekki verið nógu dugleg að merkja þær, en upplýsingar liggja þó fyrir um staðsetningu þeirra og eins er legu þeirra lýst í reglugerð."
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira