Unglingar til starfa á leikskólum 16. september 2005 00:01 Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Þó að það sjáist kannski ekki á börnum, sem undu ágætlega við sitt á leikskólanum Rjúpnahæð í dag, er ófremdarástand þar eins og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert gengur að ráða nýja starfsmenn og undanfarið hafa börn verið send heim vegna veikinda starfsmanna. Foreldrarnir eru ekki hressir. Freygerður A. Ólafsdóttir, formaður foreldrafélags á Rjúpnahæð, segir ófremdarástand hafa skapast hjá fólki og það viti ekki hvar það eigi að koma börnunum fyrir. Eitt foreldrið hafi t.d. í hyggju að senda barnið sitt til Eyja. Næstu tvær vikur þarf að loka einni deild á hverjum degi og ástandið verður enn verra um mánaðarmótin næstu þegar fleiri starfsmenn hverfa á brott. Freygerður segir að þá þurfi að senda um 40 börn heim á dag og loka tveimur deildum, en þá sé miðað við að það séu ekki nein veikindi. Það megi því ekkert út af bregða til þess að staðan versni ekki enn meira. Svo að jafnvel þó að enginn veikist og allt gangi upp þurfa börnin í leikskólanum að vera heima þriðja hvern dag frá og með mánaðarmótum ef ekki tekst að ráða inn nýtt fólk á allra næstu dögum. En útlitið er ekki gott. Nokkrir leikskólakennarar úr leikskólum Reykjavíkur og Kópavogs sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag sögðust einfaldlega ekki fá neinar umsóknir um störf. Einn sagðist ekki hafa fengið eina einustu umsókn í fjórar vikur. Allir voru þeir sammála um að á aðeins nokkrum mánuðum hefði orðið mikil breyting á því að í vor hefði borist mikið af umsóknum. Þær fáu umsóknir sem berast eru gjarnan frá fólki sem ekki uppfyllir kröfur til starfsins. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu eru nú starfandi nokkrar sautján ára stúlkur við leikskóla Reykjavíkur og nágrennis, en hingað til hefur það þótt algjört lágmark að starfsmenn hafi náð átján ára aldri. Þá stendur á nokkrum stöðum til að ráða til starfa konur af pólskum og rússneskum uppruna sem tala mjög takmarkaða íslensku. Þær verða fyrst um sinn bara ráðnar til reynslu enda veigra flestir leikskólasstjórar sér við því að ráða fólk sem er ekki altalandi á íslensku, jafnvel þó að sárlega vanti starfsfólk. Leikskólastjórar í Kópavogi eru hræddir um að missa starfsfólk til Reykjavíkur á næstunni þar sem launin eru hærri. Í Kópavogi er leiðbeinendum á leikskólum gert að vera í stéttarfélagi bæjarins á lakari kjörum en fólk í sömu stöðu í Reykjavík, sem semur við stéttarfélagið Eflingu. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Þó að það sjáist kannski ekki á börnum, sem undu ágætlega við sitt á leikskólanum Rjúpnahæð í dag, er ófremdarástand þar eins og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert gengur að ráða nýja starfsmenn og undanfarið hafa börn verið send heim vegna veikinda starfsmanna. Foreldrarnir eru ekki hressir. Freygerður A. Ólafsdóttir, formaður foreldrafélags á Rjúpnahæð, segir ófremdarástand hafa skapast hjá fólki og það viti ekki hvar það eigi að koma börnunum fyrir. Eitt foreldrið hafi t.d. í hyggju að senda barnið sitt til Eyja. Næstu tvær vikur þarf að loka einni deild á hverjum degi og ástandið verður enn verra um mánaðarmótin næstu þegar fleiri starfsmenn hverfa á brott. Freygerður segir að þá þurfi að senda um 40 börn heim á dag og loka tveimur deildum, en þá sé miðað við að það séu ekki nein veikindi. Það megi því ekkert út af bregða til þess að staðan versni ekki enn meira. Svo að jafnvel þó að enginn veikist og allt gangi upp þurfa börnin í leikskólanum að vera heima þriðja hvern dag frá og með mánaðarmótum ef ekki tekst að ráða inn nýtt fólk á allra næstu dögum. En útlitið er ekki gott. Nokkrir leikskólakennarar úr leikskólum Reykjavíkur og Kópavogs sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag sögðust einfaldlega ekki fá neinar umsóknir um störf. Einn sagðist ekki hafa fengið eina einustu umsókn í fjórar vikur. Allir voru þeir sammála um að á aðeins nokkrum mánuðum hefði orðið mikil breyting á því að í vor hefði borist mikið af umsóknum. Þær fáu umsóknir sem berast eru gjarnan frá fólki sem ekki uppfyllir kröfur til starfsins. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu eru nú starfandi nokkrar sautján ára stúlkur við leikskóla Reykjavíkur og nágrennis, en hingað til hefur það þótt algjört lágmark að starfsmenn hafi náð átján ára aldri. Þá stendur á nokkrum stöðum til að ráða til starfa konur af pólskum og rússneskum uppruna sem tala mjög takmarkaða íslensku. Þær verða fyrst um sinn bara ráðnar til reynslu enda veigra flestir leikskólasstjórar sér við því að ráða fólk sem er ekki altalandi á íslensku, jafnvel þó að sárlega vanti starfsfólk. Leikskólastjórar í Kópavogi eru hræddir um að missa starfsfólk til Reykjavíkur á næstunni þar sem launin eru hærri. Í Kópavogi er leiðbeinendum á leikskólum gert að vera í stéttarfélagi bæjarins á lakari kjörum en fólk í sömu stöðu í Reykjavík, sem semur við stéttarfélagið Eflingu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira