Unglingar til starfa á leikskólum 16. september 2005 00:01 Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Þó að það sjáist kannski ekki á börnum, sem undu ágætlega við sitt á leikskólanum Rjúpnahæð í dag, er ófremdarástand þar eins og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert gengur að ráða nýja starfsmenn og undanfarið hafa börn verið send heim vegna veikinda starfsmanna. Foreldrarnir eru ekki hressir. Freygerður A. Ólafsdóttir, formaður foreldrafélags á Rjúpnahæð, segir ófremdarástand hafa skapast hjá fólki og það viti ekki hvar það eigi að koma börnunum fyrir. Eitt foreldrið hafi t.d. í hyggju að senda barnið sitt til Eyja. Næstu tvær vikur þarf að loka einni deild á hverjum degi og ástandið verður enn verra um mánaðarmótin næstu þegar fleiri starfsmenn hverfa á brott. Freygerður segir að þá þurfi að senda um 40 börn heim á dag og loka tveimur deildum, en þá sé miðað við að það séu ekki nein veikindi. Það megi því ekkert út af bregða til þess að staðan versni ekki enn meira. Svo að jafnvel þó að enginn veikist og allt gangi upp þurfa börnin í leikskólanum að vera heima þriðja hvern dag frá og með mánaðarmótum ef ekki tekst að ráða inn nýtt fólk á allra næstu dögum. En útlitið er ekki gott. Nokkrir leikskólakennarar úr leikskólum Reykjavíkur og Kópavogs sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag sögðust einfaldlega ekki fá neinar umsóknir um störf. Einn sagðist ekki hafa fengið eina einustu umsókn í fjórar vikur. Allir voru þeir sammála um að á aðeins nokkrum mánuðum hefði orðið mikil breyting á því að í vor hefði borist mikið af umsóknum. Þær fáu umsóknir sem berast eru gjarnan frá fólki sem ekki uppfyllir kröfur til starfsins. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu eru nú starfandi nokkrar sautján ára stúlkur við leikskóla Reykjavíkur og nágrennis, en hingað til hefur það þótt algjört lágmark að starfsmenn hafi náð átján ára aldri. Þá stendur á nokkrum stöðum til að ráða til starfa konur af pólskum og rússneskum uppruna sem tala mjög takmarkaða íslensku. Þær verða fyrst um sinn bara ráðnar til reynslu enda veigra flestir leikskólasstjórar sér við því að ráða fólk sem er ekki altalandi á íslensku, jafnvel þó að sárlega vanti starfsfólk. Leikskólastjórar í Kópavogi eru hræddir um að missa starfsfólk til Reykjavíkur á næstunni þar sem launin eru hærri. Í Kópavogi er leiðbeinendum á leikskólum gert að vera í stéttarfélagi bæjarins á lakari kjörum en fólk í sömu stöðu í Reykjavík, sem semur við stéttarfélagið Eflingu. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Þó að það sjáist kannski ekki á börnum, sem undu ágætlega við sitt á leikskólanum Rjúpnahæð í dag, er ófremdarástand þar eins og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert gengur að ráða nýja starfsmenn og undanfarið hafa börn verið send heim vegna veikinda starfsmanna. Foreldrarnir eru ekki hressir. Freygerður A. Ólafsdóttir, formaður foreldrafélags á Rjúpnahæð, segir ófremdarástand hafa skapast hjá fólki og það viti ekki hvar það eigi að koma börnunum fyrir. Eitt foreldrið hafi t.d. í hyggju að senda barnið sitt til Eyja. Næstu tvær vikur þarf að loka einni deild á hverjum degi og ástandið verður enn verra um mánaðarmótin næstu þegar fleiri starfsmenn hverfa á brott. Freygerður segir að þá þurfi að senda um 40 börn heim á dag og loka tveimur deildum, en þá sé miðað við að það séu ekki nein veikindi. Það megi því ekkert út af bregða til þess að staðan versni ekki enn meira. Svo að jafnvel þó að enginn veikist og allt gangi upp þurfa börnin í leikskólanum að vera heima þriðja hvern dag frá og með mánaðarmótum ef ekki tekst að ráða inn nýtt fólk á allra næstu dögum. En útlitið er ekki gott. Nokkrir leikskólakennarar úr leikskólum Reykjavíkur og Kópavogs sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag sögðust einfaldlega ekki fá neinar umsóknir um störf. Einn sagðist ekki hafa fengið eina einustu umsókn í fjórar vikur. Allir voru þeir sammála um að á aðeins nokkrum mánuðum hefði orðið mikil breyting á því að í vor hefði borist mikið af umsóknum. Þær fáu umsóknir sem berast eru gjarnan frá fólki sem ekki uppfyllir kröfur til starfsins. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu eru nú starfandi nokkrar sautján ára stúlkur við leikskóla Reykjavíkur og nágrennis, en hingað til hefur það þótt algjört lágmark að starfsmenn hafi náð átján ára aldri. Þá stendur á nokkrum stöðum til að ráða til starfa konur af pólskum og rússneskum uppruna sem tala mjög takmarkaða íslensku. Þær verða fyrst um sinn bara ráðnar til reynslu enda veigra flestir leikskólasstjórar sér við því að ráða fólk sem er ekki altalandi á íslensku, jafnvel þó að sárlega vanti starfsfólk. Leikskólastjórar í Kópavogi eru hræddir um að missa starfsfólk til Reykjavíkur á næstunni þar sem launin eru hærri. Í Kópavogi er leiðbeinendum á leikskólum gert að vera í stéttarfélagi bæjarins á lakari kjörum en fólk í sömu stöðu í Reykjavík, sem semur við stéttarfélagið Eflingu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira