Kynbundinn launamunur 14 prósent 16. september 2005 00:01 Kynbundinn launamunur er 14 prósent samkvæmt launakönnun VR. Heildarlaun hafa hækkað um tíu prósent á milli ára og sýnir könnunin að þeir sem fóru í starfsmannaviðtal á síðasta ári eru með fjórum prósentum hærri laun en þeir sem ekki fóru í viðtal. Karlar eru með rúmlega 23 prósentum hærri heildarlaun en konur. Þetta kemur fram í launkönnun Verslunarmannafélgas Reykjavíkur. Fyrir sömu störf fá konur lægri laun og er kynbundinn launamunur 14 prósent. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir meginmarkmiðið með launakönnuninni sé að sýna hver hin raunverulegu laun félagsmanna séu svo þeir hafi viðmið og geti metið hvort þeir fái sanngjörn laun. Athyglisvert er að heildarlaun félagsmanna hækkuðu um tíu prósent á milli ára og hækkuðu grunnlaunin um ellefu prósent. Gunnar Páll segir hins vegar að það séu viss vonbrigði að launamunur kynjanna hafi ekkert minnkað þrjú ár í röð. Þeir sem fóru í starfsmannaviðtal á síðasta ári eru með fjórum prósentum hærri laun en þeir sem ekki fóru í viðtal. Gunnar Páll segir sífellt fleiri fara í slík viðtöl á milli kannanna. Það sé ánægjulegt að sjá að konur og hinir lágtlaunuðu virðist ná meiri árangri í viðtölunum en þeir sem hafi hærri laun. Á fundinum í dag þar sem könnunin var kynnt voru þrjár af fjórum fyrirsætum í nýjustu auglýsingaherferð VR. Eins og margir hafa orðið varir við hefur þekktum einstaklingum verið breytt í gangstætt kyn til að minna vinnuveitendur og aðra á að láta útlitið ekki blekkja sig. Aðspurð hvernig henni hafi litist á sjálfa sig í gervi karlamanns sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að henni fyndist hún nú betri vel rökuð. Þorgerður fagnar framtaki VR til að stuðla að jafnrétti í launamálum með launakönnuninni. Niðurstöðurnar í ár segir hún bæði jákvæðar og neikvæðar, launamunurinn sé að minnka og það sé gott. Hún spáir því að sú viðhorfsbreyting sem fæðingarorlofið hafi haft í för með sér muni draga hraðar úr launamuninum en fólki óri fyrir í dag. Hins vegar sé algjörlega óþolandi að þessi launamunur skuli enn vera til staðar í dag. Þorgerður segir vont að sjá að endur- og símenntun skili sér verr til kvenna í launamálum og segir sitt ráðuneyti verða að beita sér þar. Þegar Ingibjörg Sólrún og Gísla Marteinn voru innt eftir því hvernig þeim litist á hið nýja útlit sagði Ingibjörg að henni hefði fundist dálítið merkilegt að horfa á þennan karl í speglinum. Henni hafi fundist hann svolítið myndarlegur. Gísli Marteinn sagðist aldrei hafa haft sérstaka ánægju af því að klæða sig í kvenmannsföt en þegar VR hefði leitað til hans að gera það fyrir átakið þá hefði hann ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Hann hefði gert þetta fyrir dætur sínar tvær sem hann vildi ekki að myndu líða fyrir það að vera konur. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Kynbundinn launamunur er 14 prósent samkvæmt launakönnun VR. Heildarlaun hafa hækkað um tíu prósent á milli ára og sýnir könnunin að þeir sem fóru í starfsmannaviðtal á síðasta ári eru með fjórum prósentum hærri laun en þeir sem ekki fóru í viðtal. Karlar eru með rúmlega 23 prósentum hærri heildarlaun en konur. Þetta kemur fram í launkönnun Verslunarmannafélgas Reykjavíkur. Fyrir sömu störf fá konur lægri laun og er kynbundinn launamunur 14 prósent. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir meginmarkmiðið með launakönnuninni sé að sýna hver hin raunverulegu laun félagsmanna séu svo þeir hafi viðmið og geti metið hvort þeir fái sanngjörn laun. Athyglisvert er að heildarlaun félagsmanna hækkuðu um tíu prósent á milli ára og hækkuðu grunnlaunin um ellefu prósent. Gunnar Páll segir hins vegar að það séu viss vonbrigði að launamunur kynjanna hafi ekkert minnkað þrjú ár í röð. Þeir sem fóru í starfsmannaviðtal á síðasta ári eru með fjórum prósentum hærri laun en þeir sem ekki fóru í viðtal. Gunnar Páll segir sífellt fleiri fara í slík viðtöl á milli kannanna. Það sé ánægjulegt að sjá að konur og hinir lágtlaunuðu virðist ná meiri árangri í viðtölunum en þeir sem hafi hærri laun. Á fundinum í dag þar sem könnunin var kynnt voru þrjár af fjórum fyrirsætum í nýjustu auglýsingaherferð VR. Eins og margir hafa orðið varir við hefur þekktum einstaklingum verið breytt í gangstætt kyn til að minna vinnuveitendur og aðra á að láta útlitið ekki blekkja sig. Aðspurð hvernig henni hafi litist á sjálfa sig í gervi karlamanns sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að henni fyndist hún nú betri vel rökuð. Þorgerður fagnar framtaki VR til að stuðla að jafnrétti í launamálum með launakönnuninni. Niðurstöðurnar í ár segir hún bæði jákvæðar og neikvæðar, launamunurinn sé að minnka og það sé gott. Hún spáir því að sú viðhorfsbreyting sem fæðingarorlofið hafi haft í för með sér muni draga hraðar úr launamuninum en fólki óri fyrir í dag. Hins vegar sé algjörlega óþolandi að þessi launamunur skuli enn vera til staðar í dag. Þorgerður segir vont að sjá að endur- og símenntun skili sér verr til kvenna í launamálum og segir sitt ráðuneyti verða að beita sér þar. Þegar Ingibjörg Sólrún og Gísla Marteinn voru innt eftir því hvernig þeim litist á hið nýja útlit sagði Ingibjörg að henni hefði fundist dálítið merkilegt að horfa á þennan karl í speglinum. Henni hafi fundist hann svolítið myndarlegur. Gísli Marteinn sagðist aldrei hafa haft sérstaka ánægju af því að klæða sig í kvenmannsföt en þegar VR hefði leitað til hans að gera það fyrir átakið þá hefði hann ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Hann hefði gert þetta fyrir dætur sínar tvær sem hann vildi ekki að myndu líða fyrir það að vera konur.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira