Innlent

Þotur lentu á Reykjavíkurvelli

Fjórar Harrier-þotur frá konunglega breska flughernum lentu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í dag. Þær voru á leið til Keflavíkur en gátu ekki lent þar vegna veðurs og fóru til Reykjavíkur í staðinn. Þotur þessarar tegundar hafa löngum verið þekktar fyrir eiginleika sinn til taka á loft og lenda lóðrétt, en flugvélarnar lentu þó upp á gamla mátann á Reykjavíkurflugvelli í dag. Margir höfðu samband við flugmálastjórn og óskuðu skýringa á sprengjum sem þeir töldu sig sjá á vængjum flugvélanna. Þar fengu þeir þær upplýsingar að ekki væri um sprengjur að ræða heldur eldsneytistanka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×