Innlent

Bylgjan vinsælust í borginni

Rás tvö og Bylgjan njóta jafnmikillar hylli meðal landsmanna samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var dagana 9. til 15. júní síðastliðinn. Könnunin leiðir þó í ljós að munur er á kynjunum hvað hlustun varðar. Konur hlusta meira á Bylgjuna og karlar meira á Rás tvö. Um 64% kvenna hlustuðu á Bylgjuna í könnunarvikunni og 57% karla, meðan 55% kvenna hlustuðu á Rás tvö og 66% karla. Þá er nokkur munur á vinsældum útvarpsstöðva eftir því hvort horft er til hlustunar á landinu öllu, eða bara á höfuðborgarsvæðinu, því margar stöðvar nást ekki nema þar. Bylgjan nýtur mestrar hylli á höfuðborgarsvæðinu, en á eftir henni koma svo stöðvar Ríkisútvarpsins. Talstöðin er með 19% hlustun á höfuðborgarsvæðinu og er þar komin upp fyrir útvarpsstöðina Sögu sem á sama svæði er með 16% uppsafnaða hlustun í könnunarvikunni. Báðar stöðvar leggja megináherslu á talað mál. Uppsöfnuð hlustun á útvarpsstöðvar 9. til 15. júní 2005:* Útvarpsstöð         Höfuðb.sv.      Landið allt Bylgjan                   59,0%             60,4% Rás 2                      54,3%            60,5% Rás 1                      40,8%            44,0% FM 957                  31,2%            29,8% Létt                         27,5%            23,6% Talstöðin                 18,9%            14,7% X-ið                        18,6%            13,2% Kiss FM                  17,7%            12,9% Saga                        16,1%            13,0% XFM                        12,9%             9,4% *Heimild: IMG Gallup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×