Sektaður fyrir ummæli í garð dómara

David O´Leary hefur verið sektaður um 5000 pund fyrir að hafa notað dónalegt orð- og látbragð við Graham Poll dómara eftir að flautað var til leiksloka eftir sigur Aston Villa á grönnum sínum í Birmingham í síðasta mánuði.