Innlent

Mannskæð sprenging í kolanámu í Kína

Meira en fimmtíu manns létust og rúmlega hundrað eru innilokaðir eftir öfluga sprengingu í kolanámu í Kína í gær. Rúmlega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar sprengingin varð, en aðeins fjörutíu komust strax út. Í morgun náðu björgunarsveitarmenn svo að hjálpa þrjátíu manns til viðbótar út úr námunni, en enn eru um hundrað manns fastir inni. Þegar hefur verið staðfest að fimmtíu og einn maður hafi týnt lífi í sprengingunni.

Námur í Kína eru sannkallaðar dauðagildrur, því á þessu ári einu saman hafa meira en þrjú þúsund manns látist við störf í kolanámum í Kína. Það eru opinberar tölur, en margir vilja meina að raunverulegt mannfall sé allt að þrisvar sinnum meira.

Margar af námunum eru ólöglegar og öryggisaðbúnaður með slakasta móti. Fyrr á árinu ákváðu stjórnvöld að grípa til aðgerða og þá var þriðjungi allra náma í landinu lokað, þar sem öryggi starfsmanna þótti ekki nægilegt.

Náman þar sem sprengingin varð í gær átti því að vera ein af þeim öruggu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×