Innlent

Þróunarverðlaun miðborgar

Njarðarskjöldurinn afhentur. Stefán Jón Hafstein afhendir Frank Michaelsen Njarðarskjöldinn á föstudag.
Njarðarskjöldurinn afhentur. Stefán Jón Hafstein afhendir Frank Michaelsen Njarðarskjöldinn á föstudag.

Þróunarfélag miðborgarinnar afhenti síðastliðinn föstudag Hótel Reykjavík Centrum viðurkenningu fyrir að "hafa með framúrskarandi hætti stuðlað að þróun og uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur," eins og segir í tilkynningu.

Við sama tækifæri var Frank Michaelsen úrsmíðameistara afhentur Njarðarskjöldurinn. Skjöldurinn er veittur sem viðurkenning til þeirra sem þykja hafa rekið ferðamannaverslun ársins. Bygging hótelsins við Aðalstræti á sér nokkuð sérstæða sögu þar sem skálarústir frá landnámsöld komu í ljós þegar hafist var handa við gröft.

Á næsta ári verður opnuð sýningaraðstaða undir hótelinu þar sem hægt verður að virða fyrir sér rústirnar. Sérstakt lof fær hótelbyggingin sjálf þar sem gamli timburhúsastíllinn hefur verið endurlífgaður. Úrsmíðaverkstæði Franks Michaelsen á rætur sínar að rekja til ársins 1909 er Frank opnaði sína fyrstu verslun á Sauðárkróki.Í dag er úrsmíðaverkstæðið rekið af Frank Michaelsen hinum þriðja ásamt Róbert Michalsen syni hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×