Innlent

Minni útleiga leiði til betri hags

Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni mynd hagur í héraði væntanlega vænkast. Ef litið er til Ísafjarðar sem dæmis þá fengu útgeraðrmenn þar 177 tonn af byggðakvóta en hafa hinsvegar leigt 1650 tonn af þorskkvóta út um hvippinn og hvappinn, en það eru 27 prósent alls þorskkvótans þar. Að sjálfsögðu hafa engir heimamenn atvinnu af því að veiða eða vinna þann fisk. Í Súðavík hefur ríflega helmingur alls bolfiskskvóta verið leigður út úr bæjarfélaginu en þar fengu útvegsmenn 150 tonn í byggðakvóta eða mun minna en leigt var út. Þar hafa útvegsmenn reyndar keypt nokkuð af kvóta úr öðrum byggðarlögum. Þessi bæjarfélög eru ekkert einsdæmi og nú síðast heyrast óánægjuraddir frá Vestmannaeyjum yfir að fá engan byggðakvóta, en útvegsmenn í Eyjum hafa um árabil leigt umtalsverðan hlut af kvóta sínum til annarra byggðarlaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×