Innlent

Ungbarn nærri drukknað í baðkari

Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi. Herdís L. Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, segir að talsvert hafi verið um það undanfarið að börn í umræddum baðsætum hafi drukknað. Það hafi þó ekki gerst enn hér á landi en það sem af er ári hafi sex börn undir tveggja ára aldri lent í svokallaðri nærdrukknun, en í því fellst að barnið fái öndunar- eða hjartastopp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×