Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála 23. nóvember 2005 21:05 Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu