Hodgson hefði viljað halda í Borgvardt 23. nóvember 2005 09:00 Hrifinn af Borgvardt. Stórþjálfarinn Roy Hodgson vildi halda Borgvardt hjá Viking. Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði." Íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði."
Íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira