Erlent

Tilræði við ráðherra

Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í múslimafylkinu Ingushetia í Rússlandi í gær þegar forsætisráðherra fylkisins var ekið hjá. Fylkið á landamæri að Téténíu. Bílstjóri forsætisráðherrans lést í tilræðinu og forsætisráðherran sjálfur ásamt tveimur öðrum slasaðist nokkuð við sprenginguna. Að sögn aðalsaksóknara Suður-Rússlands ber tilræðið merki téténskra skæruliða en borgin Nazran hefur áður verið skotmark í sjálfstæðisstríði þeirra gegn Rússum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×