Erlent

Fundu 36 lík í skurði í Írak

Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. Fyrr í mánuðinum fundust að minnsta kosti 19 lík nærri skóla í suðvesturhluta Bagdad, en þar virtist fólk einnig hafa verið tekið af lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×