Erlent

Dómstóll samþykkir kosningar

Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×