Innlent

Verkstjóra sagt að berja þá

Verkstjóra yfir pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var sagt að berja þá sýndu þeir mótþróa við vinnu. Þetta segir Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar TÚ-BÍ segir verkalýðshreyfinguna leggja sig í einelti.

Guðmundur Gunnarsson fomaður Rafiðnaðarsambandsins líkir þjónustu starfsmannaleigna við dólga sem selji konur og börn til kynlífsþrælkunar.

Oddur birti brot úr fundargerðum á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins í dag. Þar segir hann fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu. Fulltrúi starfsmannaleigunnar hótaði Pólverjunum ýmsum refsingum ef þeir ekki stæðu sig í vinnu og einnig að allar skemmdir sem þeir hugsanlega ynnu, líka óviljandi, myndu þeir vera látnir borga.

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins segir verkalýðshreyfinguna bregðast við. Hann lýkir starfsemi starfsmannaleiga við kynlífsiðnaðinn.



Eiður Eiríkur Baldvinsson, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar, segir að um samsæri sé að ræða.

Guðmundur Gunnarsson hefur aðra sögu að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×